Enski boltinn

Wise á leið til Newcastle

Nordic Photos / Getty Images

Forráðamenn Leeds hafa staðfest að knattspyrnustjórinn Dennis Wise hafi verið látinn laus frá félaginu til að ganga í starfslið Kevin Keegan hjá Newcastle í úrvalsdeildinni.

Enn hefur ekki verið staðfest hvaða starf Wise tekur að sér hjá Newcastle, en hann þekkir Keegan vel eftir að hafa spilað undir hans stjórn hjá enska landsliðinu á sínum tíma.

Þessi tíðindi eru stuðningsmönnum Leeds mikið áfall, því Wise hefur unnið mjög gott starf hjá félaginu síðan hann tók þar við. Wise tók við Leeds með 15 stig í mínus í C-deildinni, en hefur komið því í baráttu um að komast upp um deild.

Leeds hefur samþykkt greiðslu frá Newcastle fyrir að láta Wise af hendi og mun hann ljúka starfi sínu hjá Leeds annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×