Enski boltinn

Derby komið í eigu Bandaríkjamanna

Paul Jewell og félagar eru nánast dæmdir til að falla úr úrvalsdeildinni
Paul Jewell og félagar eru nánast dæmdir til að falla úr úrvalsdeildinni Nordic Photos / Getty Images

Enska úrvalsdeildarfélagið Derby er nú komið í eigu bandarískra fjárfesta, General Sports and Entertainment. Hópurinn mun ekki taka á sig skuldir félagsins, en Bandaríkjamennirnir hafa verið í nokkra mánuði að skoða klúbbinn.

"Þetta er merkilegur dagur í sögu félagsins," sagði stjórnarformaðurinn Adam Person í dag.

Það er maður að nafni Andy Appleby sem er í forsvari fyrir GSE hópinn, en Pearson mun áfram sitja sem stjórnarformaður. Tom Glick, fyrrum starfsmaður New Jersey Nets í NBA deildinni og er ætlað að verða forseti félagsins og Tim Hinchey verður varaforseti.

Derby er fjórða félagið í ensku úrvalsdeildinni sem kemst í hendur Bandaríkjamanna á eftir Liverpool, Manchester United og Aston Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×