Íslenski boltinn

Boltavaktin á leikjum kvöldsins

Elvar Geir Magnússon skrifar

Fimmtu umferð Landsbankadeildar karla lýkur í kvöld þegar þrír leikir fara fram. Íþróttafréttamenn Vísis og Fréttablaðsins verða á öllum leikjunum og verða að vanda með beina lýsingu á Boltavaktinni.

Smelltu hér eða sláðu inn slóðina https://www.visir.is/boltavakt til að komast inn á Boltavaktina og fylgjast með leikjunum.

Tveir leikir verða klukkan 19:15. KR og Fram mætast í Vesturbænum og Grindavík tekur á móti FH. Klukkan 20:00 eigast við HK og Valur á Kópavogsvelli en sá leikur verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Stuðningsmenn Fram ætla að hittast í Safamýri klukkan 18 og hita sig upp fyrir Reykjavíkurslaginn á KR-velli. Framarar hafa byrjað mótið vel og eru með níu stig en KR-ingar hafa aðeins þrjú.

Grindvíkingar fóru á kostum í síðustu umferð og unnu Breiðablik í bráðfjörugum leik. Þeir taka á móti bikarmeisturum FH í kvöld en Fimleikafélagið kemst upp í efsta sæti deildarinnar með sigri.

HK-ingar eru einir og yfirgefnir án stiga á botni deildarinnar. Valsmenn mæta í heimsókn í kvöld en Íslandsmeistararnir hafa ekki náð sér vel á strik í upphafi móts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×