Íslenski boltinn

Þetta er vonandi það sem koma skal

Fylkir hafði betur gegn HK í kvöld
Fylkir hafði betur gegn HK í kvöld
,,Ég stefndi á að koma inná í hálfleik, skila mínu og það tókst þannig að ég er mjög sáttur," sagði Jóhann Þórhallsson sem var hetja Fylkismanna í kvöld þegar þeir lögðu HK 2-1 í Árbænum.

"Mótið er bara rétt að byrja og maður þarf að vera klár í hvern einasta leik og við ætlum okkur að taka næsta leik. Við breyttum í raun ekkert miklu í hálfleik, við töluðum um að halda boltanum og reyna að spila honum betur á milli okkar og það tókst betur í síðari hálfleik. Það skilaði okkur mörkunum," sagði Jóhann í samtali við Vísi.

"HK er erfiður andstæðingur, þeir eru þéttir til baka og erfitt að brjóta vörnina á bak aftur. En þegar við komumst yfir þá fóru þeir að sækja og þá skapaðist kannski meira pláss fyrir mig. Þeir lágu svolítið á okkur í lokin en vörnin hjá okkur stóðst þetta, sem betur fer. Þetta vonandi það sem koma skal."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×