Fótbolti

Tvær milljónir miða handa íbúum Suður-Afríku

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tilkynnt var í dag að almenningi í Suður-Afríku stendur til boða að kaupa tvær milljónir miða á leiki heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram þar í landi árið 2010.

Hvert heimili í Suður-Afríku má þó ekki kaupa meira en fjóra miða en alls verða þrjár milljónir miða til sölu. Það er því ein milljón miða í boði fyrir almenning utan Suður-Afríku.

Miðasala hefst í janúar á næsta ári en miðaverði verður stillt í hóf svo sem flestir íbúar Suður-Afríku hafi efni á að kaupa sér miða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×