Innlent

Kosta um 140 milljónir á ári

Heilbrigðisráðherra hefur undirritað tvo samninga er varða sjúkraflutninga.
Heilbrigðisráðherra hefur undirritað tvo samninga er varða sjúkraflutninga.

Heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, undirritaði nýverið tvo samninga um sjúkraflutninga. Annan við Slökkvilið Akureyrar og hinn við Brunavarnir Suðurnesja. Heilbrigðisráðuneytið greiðir um sjötíu milljónir króna á ári fyrir hvorn samning.

Þjónustusvæðið á Suðurnesjum nær til sjúkraflutninga í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að undanskildu svæði Heilsugæslustöðvarinnar í Grindavík.

Þjónustusvæðið nyrðra nær til sjúkraflutninga í umdæmi heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×