Enski boltinn

Myndband af slagsmálunum á Brúnni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frá slagsmálunum á laugardaginn.
Frá slagsmálunum á laugardaginn. Nordic Photos / Getty Images

Smelltu hér til að sjá myndband af slagsmálunum sem brutust út að loknum leik Chelsea og Manchester United um helgina.

The Sun segir í dag að Patrice Evra, leikmaður Chelsea, hafi tapað sér og í kjölfarið brutust út slagsmál á meðal hans og starfsmanna Chelsea sem voru á vellinum á sama tíma og Evra og nokkrir félagar hans voru að kæla sig niður eftir leikinn.

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Evra hafi mátt þola kynþáttahatur og að það hafi orsakað slagsmálin. Því hefur Chelsea þó staðfastlega neitað og United segir að ekki sé fótur fyrir þeim ásökunum. Sjálfur hefur Evra ekkert tjáð sig um málið.

Þar að auki munu þeir Rio Ferdinand og Owen Hargreaves vera meðal átta leikmanna United sem hrópuðu ókvæðisorðum að Mike Riley, fjórða dómara leiksins, í göngunum eftir leikinn.

Enska knattspyrnusambandið hefur myndband af atvikinu undir höndum og mun nú rannsaka málið. Ekki er ólíklegt að Evra verði refsað sem og öðrum leikmönnum og félaginu sjálfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×