Enski boltinn

Benitez við það að semja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafa Benitez, stjóri Liverpool.
Rafa Benitez, stjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Rick Parry, framkvæmdarstjóri Liverpool, segir að Rafa Benitez knattspyrnustjóri sé við það að framlengja samning sinn við félagið.

Benitez kom til Liverpool árið 2004 og gildir núverandi samningur hans út leiktíðina 2010. Sjálfur hefur hann sagt að hann vilji vera áfram.

Það hefur hins vegar tafið samningaviðræður að Benitez hefur þurft að leita sér læknisaðstoðar vegna nýrnasteina. Þurfti hann að gangast undir aðgerð vegna þessa.

Engu að síður sagði Parry þess fullviss að samkomulag yrði senn í höfn.

„Ég get ekki farið í nein smáatriði en þetta er næstum því frágengið," sagði Parry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×