Fótbolti

Hvernig fer leikur Íslands og Skotlands?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íslensku landsliðsmennirnir fagna marki á Laugardalsvellinum.
Íslensku landsliðsmennirnir fagna marki á Laugardalsvellinum.

Rétt rúmur helmingur lesenda Vísis átti von á norskum sigri þegar liðið mætti því íslenska í Osló á laugardaginn. Nú er spurt um leik kvöldsins gegn Skotum.

Leiknum í Noregi lauk með 2-2 jafntefli en um fimmti hver sem tók þátt taldi það líkleg úrslit leiksins. 28,9 prósent stóluðu á íslenskan sigur en 50,2 prósent á norskan.

Bjartsýnin íslenska hefur aukist talsvert eftir úrslit helgarinnar og verður forvitnilegt að sjá niðurstöðu könnunarinnar þegar henni lýkur þegar leikur hefst í kvöld, klukkan 18.30.

Hægt er að svara spurningu dagsins hér vinstra megin á íþróttavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×