Enski boltinn

Chelsea vill líka fá Hughes

Elvar Geir Magnússon skrifar

Sky fréttastofan hefur heimildir fyrir því að menn innan Chelsea vilji ráða Mark Hughes sem næsta knattspyrnustjóra liðsins. Hughes er efstur á óskalista Manchester City eins og við greindum frá í dag.

Það gæti því orðið hörð barátta um Hughes en hann fékk leyfi frá Blackburn í dag til að hefja viðræður við Manchester City.

Hughes er annar af tveimur mönnum sem eru efstir á óskalista Chelsea samkvæmt heimildum Sky.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×