Fótbolti

Robinho tryggði Brasilíu sigur á Kanada

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robinho skorar sigurmark Brasilíu í nótt.
Robinho skorar sigurmark Brasilíu í nótt. Nordic Photos / Getty Images
Brasilía vann í nótt 3-2 sigur á Kanada í vináttulandsleik í knattspyrnu en fjöldi leikja fór fram í gær.

Robinho átti stjörnuleik fyrir Brasilíu í gær en hann lagði upp tvö mörk og skoraði svo sigurmark leiksins á 63. mínútu.

Diego kom Brasilíu yfir strax á fjórðu mínútu leiksins en Rob Friend jafnaði metin aðeins sex mínútum síðar.

Luis Fabiano kom Brössum aftur yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks en aftur náði Kanada að jafna, í þetta sinn með marki Julian de Guzman.

Kanada voru þrátt fyrir allt sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og hefðu getað verið með forystuna í leikhlénu.

Ronaldo, Ronaldinho og Kaka léku ekki með Brasilíu í leiknum.

Úrslit og markaskorarar vináttulandsleikja í gær:

Þýskaland - Serbía 2-1

0-1 Bosko Jankovic (18.)

1-1 Oliver Neuville (74.)

2-1 Michael Ballack (82.)

Portúgal - Georgía 2-0

1-0 Joao Moutinho (19.)

2-0 Simao, víti (45.)

Rúmenía - Svartfjallaland 4-0

1-0 Adrian Mutu (15.)

2-0 Sorin Ghionea (50.)

3-0 Nicolae Dica (55.)

4-0 Nicolae Dica (69.)

Ungverjaland - Króatía 1-1

0-1 Robert Kovac (23.)

1-1 Niko Kovac, sjálfsmark (45.)

Frakkland - Paragvæ 0-0

Spánn - Perú 2-1

1-0 David Villa (38.)

1-1 Herman Rengifo (75.)

2-1 Capdevila (90.)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×