Stoke í sterkri stöðu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2008 13:23 Mamady Sidibe fagnar öðru marka sinna í gær. Nordic Photos / Getty Images Stoke City, gamla Íslendingaliðið, er á góðri leið með að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Liðið vann gríðarlega mikilvægan sigur á öðru toppliði í ensku B-deildinni, Bristol City, í gær, 2-1. Það var Malímaðurinn Mamady Sidibe sem skoraði tvívegis með skömmu millibili í fyrri hálfleik en Dele Adebola minnkaði muninn fyrir gestina í síðari hálfleik. Stoke er nú í öðru sæti deildarinnar með 75 stig, tveimur á eftir toppliði WBA. Tvö efstu liðin fara beint í efstu deild en liðin í 3.-6. sæti taka þátt í umspilskeppni um eitt laust sæti í deildinni. Stoke er nú öruggt með sæti í umspilskeppninni en er sem fyrr segir í sterkri stöðu þegar einungis tvær umferðir eru eftir í deildinni. Stoke mætir Colchester á útivelli í næstu umferð og svo Leicester á heimavelli í lokaumferðinni eftir tvær vikur. Colchester er á botni deildarinnar og þegar fallið en Leicester á í harðri fallbaráttu en liðið er nú tveimur sætum og tveimur stigum frá fallsætinu. Stoke er þremur stigum á undan Hull sem er í þriðja sæti deildarinnar og má því gera jafntefli í öðrum leiknum. Tony Pulis, stjóri Stoke, hældi stuðningsmönnum liðsins mikið eftir leikinn í gær. „Ég hef áður sagt að þeir eru eins og tólfti maðurinn í liðinu okkar. Stuðningsmennirnir voru frábærir í dag. Við erum nú í góðum málum fyrir lokasprettinn í deildinni og ég er gríðarlega ánægður maður í dag. En við þurfum að halda haus og reyna að ná sex stigum úr síðustu tveimur leikjunum." West Brom þarf einn sigurleik í viðbót til að gulltryggja úrvalsdeildarsætið. Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Stoke City, gamla Íslendingaliðið, er á góðri leið með að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Liðið vann gríðarlega mikilvægan sigur á öðru toppliði í ensku B-deildinni, Bristol City, í gær, 2-1. Það var Malímaðurinn Mamady Sidibe sem skoraði tvívegis með skömmu millibili í fyrri hálfleik en Dele Adebola minnkaði muninn fyrir gestina í síðari hálfleik. Stoke er nú í öðru sæti deildarinnar með 75 stig, tveimur á eftir toppliði WBA. Tvö efstu liðin fara beint í efstu deild en liðin í 3.-6. sæti taka þátt í umspilskeppni um eitt laust sæti í deildinni. Stoke er nú öruggt með sæti í umspilskeppninni en er sem fyrr segir í sterkri stöðu þegar einungis tvær umferðir eru eftir í deildinni. Stoke mætir Colchester á útivelli í næstu umferð og svo Leicester á heimavelli í lokaumferðinni eftir tvær vikur. Colchester er á botni deildarinnar og þegar fallið en Leicester á í harðri fallbaráttu en liðið er nú tveimur sætum og tveimur stigum frá fallsætinu. Stoke er þremur stigum á undan Hull sem er í þriðja sæti deildarinnar og má því gera jafntefli í öðrum leiknum. Tony Pulis, stjóri Stoke, hældi stuðningsmönnum liðsins mikið eftir leikinn í gær. „Ég hef áður sagt að þeir eru eins og tólfti maðurinn í liðinu okkar. Stuðningsmennirnir voru frábærir í dag. Við erum nú í góðum málum fyrir lokasprettinn í deildinni og ég er gríðarlega ánægður maður í dag. En við þurfum að halda haus og reyna að ná sex stigum úr síðustu tveimur leikjunum." West Brom þarf einn sigurleik í viðbót til að gulltryggja úrvalsdeildarsætið.
Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira