Enski boltinn

Grant orðaður við Manchester City

NordcPhotos/GettyImages

Breska blaðið Times greinir frá því í dag að eigandi Manchester City sé að íhuga að bjóða Avram Grant að taka við liði sínu. Grant var rekinn frá Chelsea í gær, en talið er að Sven-Göran Eriksson, sitjandi stjóri City, sé orðinn ansi valtur í sessi.

Times segir að Thaksin Shinawatra eigandi City sé mjög hrifinn af því hvernig Grant hafi höndlað þá tæpa níu mánuði sem hann stýrði Chelsea.

Þá segir blaðið að Hollendingurinn Frank Rikjkaard sé enn efstur á óskalista eiganda Chelsea til að taka við liðinu af Grant.

Fleiri miðlar en Times slúðra nú grimmt um leikmanna og þjálfaramál á Englandi og þannig greindu ítalskir fjölmiðlar frá því í gær að Jose Mourinho væri við það að taka við Inter á Ítalíu og að hans fyrsta verk sem þjálfari ítölsku meistaranna yrði að kaupa Frank Lampard frá Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×