Erlent

Mosley hneykslið teygir anga sína inn í MI5

Max Mosley, formaður FAI
Max Mosley, formaður FAI

Njósnari hjá MI5, bresku leyniþjónustunni, hefur sagt upp störfum eftir að í ljós kom að eiginkona hans skipulagði myndatöku af Max Mosley í kynlífsleikjum með vændiskonum.

Það var dagblaðið The Daily Telegraph sem greindi frá þessu í morgun.

Myndirnar af Mosley, sem er formaður alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) ullu miklu hneyksli en þær sýndu Mosley í vafasömum kringumstæðum með vændiskonum sem klæddu voru eins og fangar í útrýmingabúðum nasista. Málið vakti sérstaka hneykslan þar sem Mosley er sonur eins þekktasta stuðningsmanns Nasista í Bretlandi.

Nú hefur komið í ljós að vændiskonan sem kom fyrir földum myndavélum sem festu kynlífsleiki Mosley á filmu er eiginkona njósnara fyrir bresku leyniþjónustuna, MI5.

Ekki er talið að njósnarinn hafi tekið þátt í ráðabruggi eiginkonu sinnar en málið þykir engu að síður afar vandræðalegt fyrir stofnuninna. MI5 hefur látið Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands vita af málinu en Brown var fullvissaður um að MI5 tengdist málinu sjálfu ekki á nokkurn hátt.

MI5 mun samt sem áður hefja rannsókn á því hvernig innra eftirliti stofnunarinnar yfirsást þetta. Njósnarar MI5 þurfa að þola mikið eftirlit með einkalífi sínu til þess að tryggja að þeir stofni ekki öryggi sínu og stofnunarinnar í voða.

Það eftirlit er talið hafa brugðist þegar það kom ekki auga á að eiginkona eins njósnara stofnunarinnar stundaði vændi auk þess að skipuleggja uppákomu sem vakti viðlíka heimsathygli og kynlífshneyksli Max Mosley.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×