Tíu bestu og verstu félagaskipti tímabilsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2008 12:43 Joey Barton og Fernando Torres - ólík hlutskipti á leiktíðinni. Nordic Photos / Getty Images Tímabilið í ensku úrvalsdeildinni er senn á enda og er dómur fallinn um hvaða leikmannakaup félaga reyndust skynsamleg eða hreinlega algjört flopp. Fréttasíðan Goal.com hefur tekið saman lista yfir tíu bestu félagaskipti tímabilsins annars vegar og hins vegar þau tíu verstu. Þarna kemur ekki aðeins til greina hversu góðir leikmennirnir eru, heldur frekar hversu góð - eða slæm - kaup þau voru. Ef himinháum fjárhæðum er eytt í leikmann sem hefur reynst standa sig í meðallagi þykir það ef til vill verri kaup en slakur leikmaður sem fékkst fyrir lítinn eða engan pening. Tíu bestu félagaskiptin: 10. Martin Petrov (Frá Atletico Madrid til Manchester City) Féll í skuggann á Brasilíumanninum Elano sem fór á kostum í upphafi leiktíðar. En Petrov hefur sýnt og sannað alla leiktíðina að þar fer góður leikmaður sem hefur reynst sínum mönnum afar traustur. Hann var keyptur á 4,7 milljónir króna sem hlýtur að teljast gott þó svo að hann sé orðinn 29 ára gamall. 9. Carlos Tevez (Frá West Ham til Manchester United) Tæknilega séð er hann á lánssamningi en hann var gerður með það í huga að Tevez myndi skrifa undir langtímasamning við United. Það var mikið rætt og ritað um hans mál í Englandi og of langt að fara í þau mál nú. Hann bjargaði West Ham frá falli nánast einn síns liðs í fyrra og hefur reynst happafengur fyrir United í mörgum leikjum. Hann hefur oft þurft að sitja á bekknum en einnig skorað mörg mikilvæg mörk fyrir félagið á tímabilinu. Hann myndar ógnarlegt sóknarteymi hjá United með þeim Rooney og Ronaldo. 8. Mauro Zarate (Frá Al Sadd til Birmingham City) Zarate hefur reynst gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir Birmingham í fallbaráttu liðsins og ef liðinu tekst að halda sér uppi verður það að stærstum hluta honum að þakka. Hann er á lánssamningi frá Al Sadd í Katar en ef félaginu tekst að halda úrvalsdeildarsæti sínu er það nánast formsatriði að taka hann formlega inn í félagið. Ef það verður raunin er um afar góð kaup að ræða fyrir Birmingham. Bacary Sagna, Arsenal.Nordic Photos / Getty Images 7. Bacary Sagna (Frá Auxerre til Arsenal) Dæmigerð kaup fyrir Arsene Wenger. Í Sagna fann Wenger óslípaðan demant sem á nánast örugglega glæsilegan feril framundan hjá Arsenal. Hann hefur fallið að leikstíl Arsenal eins og flís við rass. Ekki skemmir rándýr hárgreiðslan fyrir heldur. 6. Sulley Muntari (Frá Udinese til Portsmouth) Hefur verið lykilmaður í liði Portsmouth á leiktíðinni og drifkrafturinn í miðju liðsins sem er á leið í úrslit ensku bikarkeppninnar. Hann vakti athygli með landsliði Gana á HM í Þýskalandi og lék með Udinese í Meistaradeildinni á sínum tíma sem gerir það að verkum að hann var alls ekki óþekkt stærð áður en hann kom til Englands. Harry Redknapp keypti hann á sjö milljónir punda og hefur Muntari reynst virði hvers punds. 5. Yakubu (Frá Middlesbrough til Everton) Það er ekkert mjög algengt að erlendir leikmenn flytja sig um set innan Englands en Yakubu var búinn að vera áberandi í enska boltanum í fjögur ár áður en hann gekk til liðs við Everton fyrir 11,25 milljónir punda. Hann hefur reynst happafengur fyrir Everton og verið aðalmaðurinn í sóknarleik liðsins. Það sér heldur ekki fyrir endan á velgengni hans hjá félaginu. 4. Javier Mascherano (Frá West Ham til Liverpool) Gekk í gegnum svipaða sögu og Carlos Tevez enda báðir undir væng Íranans Kia Joorabchian. Fékk varla tækifæri hjá West Ham en hefur fest sig í sessi hjá Rafael Benitez og er nánast ómissandi hlekkur í liðinu. Í dag er erfitt að ímynda sér lið Liverpool án Mascherano. 3. Anderson (Frá Porto til Manchester United) Anderson kostaði United átján milljónir punda. Það virðist afar mikill peningur fyrir ungan og lítt þekktan brasilískan knattspyrnukappa. Vissulega þótti hann afar efnilegur og til marks um það voru öll stærstu félög Evrópu á höttunum eftir honum þó svo að hann væri fótbrotinn og missti af fimm mánuðum af síðasta tímabili sínu hjá Porto. Ferguson hafði tröllatrú á honum og Anderson hefur ekki brugðist kallinu. Hann er einungis nítján ára gamall en hefur þegar sýnt það og sannað að hann á heima í gríðarlega sterku liði United. Það lítur allt út fyrir að Ferguson hafi dottið í lukkupottinn þegar hann opnaði veskið upp á gátt til að kaupa Anderson. Roque Santa Cruz, Blackburn.Nordic Photos / Getty Images 2. Roque Santa Cruz (Frá Bayern München til Blackburn) Árið 1999 keypti Bayern Santa Cruz þegar hann var átján ára gamall og lítið þekktur. Honum gekk ágætlega þar en mátti oft sætta sig við að vera fremur neðarlega í goggunarröðinni. Hann átti þar að auki oft við meiðsli að stríða. Hann fór því til Blackburn fyrir aðeins 3,5 milljónir punda í sumar þó svo að hann væri ekki nema 26 ára gamall. Santa Cruz hefur verið gríðarlega öflugur með Blackburn í vetur og skorað mörg þýðingarmikil mörk. En þó svo að Blackburn vilji sjálfsagt vera ofar í töflunni verður Santa Cruz án efa lykilmaður í framtíðaráætlunum liðsins. 1. Fernando Torres (Frá Atletico Madrid til Liverpool) Torres er dýrasti maðurinn á þessum lista (kostaði meira en 20 milljónir punda) en er óumdeilanlega bestu kaup leiktíðarinnar. Hann hefur þegar skorað 29 mörk og það á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Það segir í raun allt sem segja þarf. Steve Sidwell, Chelsea.Nordic Photos / Getty ImagesTíu verstu félagaskiptin:10. Claudio Pizzarro, Steve Sidwell og Tal Ben-Haim (Frá Bayern München, Reading og Bolton til Chelsea)Það kann að skjóta skökku við að hafa þessa menn á listanum þar sem þeir fengust ókeypis. En framlag þeirra á leiktíðinni ásamt þeirri staðreynd að Chelsea hefur eytt gríðarlegum miklum pening í leikmannakaup verðskuldar sæti á þessum lista. Pizarro er þeirra þekktastur en hefur fetað í fótspor Andryi Shevchenko og nánast ekkert getað. Margir ráku upp stór augu þegar Chelsea fékk Steve Sidwell enda hefur það komið á daginn að hann er bara ekki nógu góður til að verðskulda sæti í þessu liði. Ben-Haim hefur aldrei náð sér á strik hjá Chelsea en hann sagði sjálfur að hann hefði aldrei komið til Chelsea hefði hann vitað að Jose Mourinho myndi hætta og landi hans, Avram Grant, taka við.9. Robert Earnshaw (frá Norwich til Derby)Derby hefur átt skelfilegu gengi að fagna á leiktíðinni og er fallið úr ensku úrvalsdeildinni. Paul Jewell, stjóri liðsins, hefur viðurkennt að liðið vanti heilmikið upp á að geta keppt í deild þeirra bestu á Englandi. Það segir margt um gengið að kaupin á Earnshaw voru þau dýrustu í sögu félagsins, 3,5 milljónir punda. Earnshaw hefur aldrei náð að sanna sig í efstu deild á Englandi og hefur það ekkert breyst í ár.8. Younes Kaboul (Frá Auxerre til Tottenham)Arsenal keypti Bacary Sagna frá Auxerre fyrir sex milljónir punda og á sama tíma keypti Tottenham Kaboul frá sama félagi fyrir sjö milljónir punda. Hann hefur alls ekki fundið sig í vörn Tottenham-liðsins og komið við sögu í aðeins örfáum leikjum eftir áramót. Það er ansi ólíklegt að hann verði áfram hjá félaginu í sumar.Rolando Bianchi í leik með Manchester City.Nordic Photos / Getty Images7. Rolando Bianchi (Frá Reggina til Manchester City)Sven-Göran Eriksson keypti þennan ítalska sóknarmann á 8,8 milljónir punda en losaði sig svo við hann við fyrsta tækifæri. Bianchi hataði veruna á Englandi og kemur sennilega aldrei aftur.6. Diomansy Kamara (Frá WBA til Fulham)Fellur í sama flokk og Robert Earnshaw. Lawrie Sanchez eyddi stórum hluta þeim fjármuna sem hann fékk í sumar í Kamara, 6,5 milljónum punda, og óhætt að segja að Kamara hefur ekki staðið við sitt. Fulham hefur átt erfitt uppdráttar í vetur og er Kamara engin undantekning þar á.5. Craig Bellamy (Frá Liverpool til West Ham)Íslenskir eigendur West Ham eyddu miklum fjármunum í sumar og hafa verið einkar óheppnir með meiðsli nýju leikmanna sinna. Craig Bellamy er einn þeirra en þó svo að hann hafi staðið sig ágætlega inn á milli þykir í dag fullmikið að hafa keypt hann á 7,5 milljónir punda. Bellamy er alræmdur fyrir ólæti sín utan vallar en hefur blessunarlega haldið sig nokkurn veginn á mottunni í vetur.4. Florent Malouda (Frá Lyon til Chelsea)Malouda er góður leikmaður en hefur ekki komið að neinum almennilegum notum í vetur. Hann var fenginn til liðsins í stað Arjen Robben og virtust það vera góð skipti. En hann hefur átt við meiðsli að stríða í vetur og átt nokkra slaka leiki inn á milli. Sögusagnir þess eðlis að honum líki alls ekki við lífið í Englandi og þá sérstaklega enska matargerð hafa verið ítrekað á kreiki og verður að segjast að hann á ekkert sérstaklega bjarta framtíð á Brúnni.3. David Nugent (Frá Preston North End til Portsmouth)Það er nánast óskiljanlegt að Harry Redknapp hafi eytt sex milljónum punda í Nugent og aðeins nokkrum vikum síðar var hann tilbúinn að lána hann til Derby. En Nugent vildi vera um kyrrt og sanna sig hjá Portsmouth. Óhætt er að segja að það hafi ekki gengið mjög vel. Fimm sinnum hefur hann verið í byrjunarliði Portsmouth í leiktíðinni og níu sinnum hefur hann komið inn á sem varamaður. Fyrsta markið bíður þó enn.Darren Bent, Tottenham.Nordic Photos / Getty Images2. Darren Bent (Frá Charlton til Tottenham)Í fyrra var hann markahæsti Englendingurinn í ensku úrvalsdeildinni og var í kjölfarið seldur til Tottenham fyrir sextán milljónir punda. Hann hefur engan veginn staðið undir væntingum miðað við þennan himinháa verðmiða og hefur mest megnis eytt tíma sínum hjá Tottenham á varmannabekk liðsins. Hann hefur þó skorað sex mörk á tímabilinu en hafa ber í huga að hvert mark hefur kostað 2,7 milljónir punda.1. Joey Barton (Frá Manchester City til Newcastle)Barton hefur fyrst á undanförnum vikum sýnt stuðningsmönnum Newcastle að hann getur eitthvað í fótbolta. En þegar allt tímabilið er haft í huga er óhætt að segja að þær 5,8 milljónir sem Newcastle borgaði fyrir hann hafi varla borgað sig. Hann hefur skorað eitt mark í 20 leikjum á leiktíðinni og það var úr víti. Þá er ótalið að hann lenti jú í fangelsi og það á versta tíma, þegar Newcastle gekk sem allra verst. Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Tímabilið í ensku úrvalsdeildinni er senn á enda og er dómur fallinn um hvaða leikmannakaup félaga reyndust skynsamleg eða hreinlega algjört flopp. Fréttasíðan Goal.com hefur tekið saman lista yfir tíu bestu félagaskipti tímabilsins annars vegar og hins vegar þau tíu verstu. Þarna kemur ekki aðeins til greina hversu góðir leikmennirnir eru, heldur frekar hversu góð - eða slæm - kaup þau voru. Ef himinháum fjárhæðum er eytt í leikmann sem hefur reynst standa sig í meðallagi þykir það ef til vill verri kaup en slakur leikmaður sem fékkst fyrir lítinn eða engan pening. Tíu bestu félagaskiptin: 10. Martin Petrov (Frá Atletico Madrid til Manchester City) Féll í skuggann á Brasilíumanninum Elano sem fór á kostum í upphafi leiktíðar. En Petrov hefur sýnt og sannað alla leiktíðina að þar fer góður leikmaður sem hefur reynst sínum mönnum afar traustur. Hann var keyptur á 4,7 milljónir króna sem hlýtur að teljast gott þó svo að hann sé orðinn 29 ára gamall. 9. Carlos Tevez (Frá West Ham til Manchester United) Tæknilega séð er hann á lánssamningi en hann var gerður með það í huga að Tevez myndi skrifa undir langtímasamning við United. Það var mikið rætt og ritað um hans mál í Englandi og of langt að fara í þau mál nú. Hann bjargaði West Ham frá falli nánast einn síns liðs í fyrra og hefur reynst happafengur fyrir United í mörgum leikjum. Hann hefur oft þurft að sitja á bekknum en einnig skorað mörg mikilvæg mörk fyrir félagið á tímabilinu. Hann myndar ógnarlegt sóknarteymi hjá United með þeim Rooney og Ronaldo. 8. Mauro Zarate (Frá Al Sadd til Birmingham City) Zarate hefur reynst gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir Birmingham í fallbaráttu liðsins og ef liðinu tekst að halda sér uppi verður það að stærstum hluta honum að þakka. Hann er á lánssamningi frá Al Sadd í Katar en ef félaginu tekst að halda úrvalsdeildarsæti sínu er það nánast formsatriði að taka hann formlega inn í félagið. Ef það verður raunin er um afar góð kaup að ræða fyrir Birmingham. Bacary Sagna, Arsenal.Nordic Photos / Getty Images 7. Bacary Sagna (Frá Auxerre til Arsenal) Dæmigerð kaup fyrir Arsene Wenger. Í Sagna fann Wenger óslípaðan demant sem á nánast örugglega glæsilegan feril framundan hjá Arsenal. Hann hefur fallið að leikstíl Arsenal eins og flís við rass. Ekki skemmir rándýr hárgreiðslan fyrir heldur. 6. Sulley Muntari (Frá Udinese til Portsmouth) Hefur verið lykilmaður í liði Portsmouth á leiktíðinni og drifkrafturinn í miðju liðsins sem er á leið í úrslit ensku bikarkeppninnar. Hann vakti athygli með landsliði Gana á HM í Þýskalandi og lék með Udinese í Meistaradeildinni á sínum tíma sem gerir það að verkum að hann var alls ekki óþekkt stærð áður en hann kom til Englands. Harry Redknapp keypti hann á sjö milljónir punda og hefur Muntari reynst virði hvers punds. 5. Yakubu (Frá Middlesbrough til Everton) Það er ekkert mjög algengt að erlendir leikmenn flytja sig um set innan Englands en Yakubu var búinn að vera áberandi í enska boltanum í fjögur ár áður en hann gekk til liðs við Everton fyrir 11,25 milljónir punda. Hann hefur reynst happafengur fyrir Everton og verið aðalmaðurinn í sóknarleik liðsins. Það sér heldur ekki fyrir endan á velgengni hans hjá félaginu. 4. Javier Mascherano (Frá West Ham til Liverpool) Gekk í gegnum svipaða sögu og Carlos Tevez enda báðir undir væng Íranans Kia Joorabchian. Fékk varla tækifæri hjá West Ham en hefur fest sig í sessi hjá Rafael Benitez og er nánast ómissandi hlekkur í liðinu. Í dag er erfitt að ímynda sér lið Liverpool án Mascherano. 3. Anderson (Frá Porto til Manchester United) Anderson kostaði United átján milljónir punda. Það virðist afar mikill peningur fyrir ungan og lítt þekktan brasilískan knattspyrnukappa. Vissulega þótti hann afar efnilegur og til marks um það voru öll stærstu félög Evrópu á höttunum eftir honum þó svo að hann væri fótbrotinn og missti af fimm mánuðum af síðasta tímabili sínu hjá Porto. Ferguson hafði tröllatrú á honum og Anderson hefur ekki brugðist kallinu. Hann er einungis nítján ára gamall en hefur þegar sýnt það og sannað að hann á heima í gríðarlega sterku liði United. Það lítur allt út fyrir að Ferguson hafi dottið í lukkupottinn þegar hann opnaði veskið upp á gátt til að kaupa Anderson. Roque Santa Cruz, Blackburn.Nordic Photos / Getty Images 2. Roque Santa Cruz (Frá Bayern München til Blackburn) Árið 1999 keypti Bayern Santa Cruz þegar hann var átján ára gamall og lítið þekktur. Honum gekk ágætlega þar en mátti oft sætta sig við að vera fremur neðarlega í goggunarröðinni. Hann átti þar að auki oft við meiðsli að stríða. Hann fór því til Blackburn fyrir aðeins 3,5 milljónir punda í sumar þó svo að hann væri ekki nema 26 ára gamall. Santa Cruz hefur verið gríðarlega öflugur með Blackburn í vetur og skorað mörg þýðingarmikil mörk. En þó svo að Blackburn vilji sjálfsagt vera ofar í töflunni verður Santa Cruz án efa lykilmaður í framtíðaráætlunum liðsins. 1. Fernando Torres (Frá Atletico Madrid til Liverpool) Torres er dýrasti maðurinn á þessum lista (kostaði meira en 20 milljónir punda) en er óumdeilanlega bestu kaup leiktíðarinnar. Hann hefur þegar skorað 29 mörk og það á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Það segir í raun allt sem segja þarf. Steve Sidwell, Chelsea.Nordic Photos / Getty ImagesTíu verstu félagaskiptin:10. Claudio Pizzarro, Steve Sidwell og Tal Ben-Haim (Frá Bayern München, Reading og Bolton til Chelsea)Það kann að skjóta skökku við að hafa þessa menn á listanum þar sem þeir fengust ókeypis. En framlag þeirra á leiktíðinni ásamt þeirri staðreynd að Chelsea hefur eytt gríðarlegum miklum pening í leikmannakaup verðskuldar sæti á þessum lista. Pizarro er þeirra þekktastur en hefur fetað í fótspor Andryi Shevchenko og nánast ekkert getað. Margir ráku upp stór augu þegar Chelsea fékk Steve Sidwell enda hefur það komið á daginn að hann er bara ekki nógu góður til að verðskulda sæti í þessu liði. Ben-Haim hefur aldrei náð sér á strik hjá Chelsea en hann sagði sjálfur að hann hefði aldrei komið til Chelsea hefði hann vitað að Jose Mourinho myndi hætta og landi hans, Avram Grant, taka við.9. Robert Earnshaw (frá Norwich til Derby)Derby hefur átt skelfilegu gengi að fagna á leiktíðinni og er fallið úr ensku úrvalsdeildinni. Paul Jewell, stjóri liðsins, hefur viðurkennt að liðið vanti heilmikið upp á að geta keppt í deild þeirra bestu á Englandi. Það segir margt um gengið að kaupin á Earnshaw voru þau dýrustu í sögu félagsins, 3,5 milljónir punda. Earnshaw hefur aldrei náð að sanna sig í efstu deild á Englandi og hefur það ekkert breyst í ár.8. Younes Kaboul (Frá Auxerre til Tottenham)Arsenal keypti Bacary Sagna frá Auxerre fyrir sex milljónir punda og á sama tíma keypti Tottenham Kaboul frá sama félagi fyrir sjö milljónir punda. Hann hefur alls ekki fundið sig í vörn Tottenham-liðsins og komið við sögu í aðeins örfáum leikjum eftir áramót. Það er ansi ólíklegt að hann verði áfram hjá félaginu í sumar.Rolando Bianchi í leik með Manchester City.Nordic Photos / Getty Images7. Rolando Bianchi (Frá Reggina til Manchester City)Sven-Göran Eriksson keypti þennan ítalska sóknarmann á 8,8 milljónir punda en losaði sig svo við hann við fyrsta tækifæri. Bianchi hataði veruna á Englandi og kemur sennilega aldrei aftur.6. Diomansy Kamara (Frá WBA til Fulham)Fellur í sama flokk og Robert Earnshaw. Lawrie Sanchez eyddi stórum hluta þeim fjármuna sem hann fékk í sumar í Kamara, 6,5 milljónum punda, og óhætt að segja að Kamara hefur ekki staðið við sitt. Fulham hefur átt erfitt uppdráttar í vetur og er Kamara engin undantekning þar á.5. Craig Bellamy (Frá Liverpool til West Ham)Íslenskir eigendur West Ham eyddu miklum fjármunum í sumar og hafa verið einkar óheppnir með meiðsli nýju leikmanna sinna. Craig Bellamy er einn þeirra en þó svo að hann hafi staðið sig ágætlega inn á milli þykir í dag fullmikið að hafa keypt hann á 7,5 milljónir punda. Bellamy er alræmdur fyrir ólæti sín utan vallar en hefur blessunarlega haldið sig nokkurn veginn á mottunni í vetur.4. Florent Malouda (Frá Lyon til Chelsea)Malouda er góður leikmaður en hefur ekki komið að neinum almennilegum notum í vetur. Hann var fenginn til liðsins í stað Arjen Robben og virtust það vera góð skipti. En hann hefur átt við meiðsli að stríða í vetur og átt nokkra slaka leiki inn á milli. Sögusagnir þess eðlis að honum líki alls ekki við lífið í Englandi og þá sérstaklega enska matargerð hafa verið ítrekað á kreiki og verður að segjast að hann á ekkert sérstaklega bjarta framtíð á Brúnni.3. David Nugent (Frá Preston North End til Portsmouth)Það er nánast óskiljanlegt að Harry Redknapp hafi eytt sex milljónum punda í Nugent og aðeins nokkrum vikum síðar var hann tilbúinn að lána hann til Derby. En Nugent vildi vera um kyrrt og sanna sig hjá Portsmouth. Óhætt er að segja að það hafi ekki gengið mjög vel. Fimm sinnum hefur hann verið í byrjunarliði Portsmouth í leiktíðinni og níu sinnum hefur hann komið inn á sem varamaður. Fyrsta markið bíður þó enn.Darren Bent, Tottenham.Nordic Photos / Getty Images2. Darren Bent (Frá Charlton til Tottenham)Í fyrra var hann markahæsti Englendingurinn í ensku úrvalsdeildinni og var í kjölfarið seldur til Tottenham fyrir sextán milljónir punda. Hann hefur engan veginn staðið undir væntingum miðað við þennan himinháa verðmiða og hefur mest megnis eytt tíma sínum hjá Tottenham á varmannabekk liðsins. Hann hefur þó skorað sex mörk á tímabilinu en hafa ber í huga að hvert mark hefur kostað 2,7 milljónir punda.1. Joey Barton (Frá Manchester City til Newcastle)Barton hefur fyrst á undanförnum vikum sýnt stuðningsmönnum Newcastle að hann getur eitthvað í fótbolta. En þegar allt tímabilið er haft í huga er óhætt að segja að þær 5,8 milljónir sem Newcastle borgaði fyrir hann hafi varla borgað sig. Hann hefur skorað eitt mark í 20 leikjum á leiktíðinni og það var úr víti. Þá er ótalið að hann lenti jú í fangelsi og það á versta tíma, þegar Newcastle gekk sem allra verst.
Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira