Þorvaldur: Hart barist á Skaganum Elvar Geir Magnússon skrifar 20. maí 2008 12:45 Þriðju umferð Landsbankadeildar karla lýkur í kvöld með tveimur leikjum. ÍA og Fram mætast klukkan 19:15 á Skaganum og KR mætir Breiðabliki í leik sem verður í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 20. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, býst við harðri baráttu á Akranesi í kvöld. „Það þýðir ekkert annað en að vera vel gíraðir þegar menn eru á leið á Skagann," sagði Þorvaldur í samtali við Vísi. Þorvaldur var tvö ár undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar, þjálfara ÍA, sem leikmaður. Það var árin 1988 og 1989 þegar þeir voru hjá KA. Þorvaldur segir minningarnar frá þeim tíma mjög góðar. „Við erum ágætis félagar og alltaf gaman að hitta Gauja. Það verður því gaman í kvöld." Þetta verður í fyrsta sinn sem Þorvaldur mætir Guðjóni sem þjálfari í deildarkeppni. Jón Þorgrímur Stefánsson og Henrik Eggerts eru enn á meiðslalista Fram og verða fjarri góðu gamni í kvöld. „Það er enn eitthvað í Jón Þorgrím og hann verður því ekki með í kvöld. Þá er Henrik Eggerts enn á meiðslalistanum. Annars er ekkert nýtt, allir aðrir eru klárir í slaginn," sagði Þorvaldur. Framarar hafa unnið báða leiki sína til þessa og ekki fengið á sig mark. „Það er alltaf gott að halda hreinu. Það er byrjunin á því að ná góðum úrslitum að halda markinu hreinu. Maður á von á hörkuleik í kvöld, það verður hart barist. Við þurfum að hafa mikið fyrir því að ná að halda hreinu í kvöld," sagði Þorvaldur. Skagamenn gerðu jafntefli gegn Breiðabliki í fyrstu umferð en töpuðu svo fyrir FH. Það má því búast við þeim vel hungruðum í leiknum í kvöld. „Það er ekkert nýtt á þeim bænum," sagði Þorvaldur. „Það eru það margir leikir eftir að þetta á eftir rokka upp og niður. Menn eru ekkert að spá of langt fram í tímann. Það eiga eftir að koma upp vandamál og vonandi einhver gleði líka. Við reynum bara að leysa hvert verkefni." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Þriðju umferð Landsbankadeildar karla lýkur í kvöld með tveimur leikjum. ÍA og Fram mætast klukkan 19:15 á Skaganum og KR mætir Breiðabliki í leik sem verður í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 20. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, býst við harðri baráttu á Akranesi í kvöld. „Það þýðir ekkert annað en að vera vel gíraðir þegar menn eru á leið á Skagann," sagði Þorvaldur í samtali við Vísi. Þorvaldur var tvö ár undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar, þjálfara ÍA, sem leikmaður. Það var árin 1988 og 1989 þegar þeir voru hjá KA. Þorvaldur segir minningarnar frá þeim tíma mjög góðar. „Við erum ágætis félagar og alltaf gaman að hitta Gauja. Það verður því gaman í kvöld." Þetta verður í fyrsta sinn sem Þorvaldur mætir Guðjóni sem þjálfari í deildarkeppni. Jón Þorgrímur Stefánsson og Henrik Eggerts eru enn á meiðslalista Fram og verða fjarri góðu gamni í kvöld. „Það er enn eitthvað í Jón Þorgrím og hann verður því ekki með í kvöld. Þá er Henrik Eggerts enn á meiðslalistanum. Annars er ekkert nýtt, allir aðrir eru klárir í slaginn," sagði Þorvaldur. Framarar hafa unnið báða leiki sína til þessa og ekki fengið á sig mark. „Það er alltaf gott að halda hreinu. Það er byrjunin á því að ná góðum úrslitum að halda markinu hreinu. Maður á von á hörkuleik í kvöld, það verður hart barist. Við þurfum að hafa mikið fyrir því að ná að halda hreinu í kvöld," sagði Þorvaldur. Skagamenn gerðu jafntefli gegn Breiðabliki í fyrstu umferð en töpuðu svo fyrir FH. Það má því búast við þeim vel hungruðum í leiknum í kvöld. „Það er ekkert nýtt á þeim bænum," sagði Þorvaldur. „Það eru það margir leikir eftir að þetta á eftir rokka upp og niður. Menn eru ekkert að spá of langt fram í tímann. Það eiga eftir að koma upp vandamál og vonandi einhver gleði líka. Við reynum bara að leysa hvert verkefni."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira