Enski boltinn

"Reddari" bjargaði Gerrard frá glæpamanni

NordcPhotos/GettyImages

Faðir Steven Gerrard hefur gefið það upp að forhertur glæpamaður hafi ofsótt son sinn árið 2001. Gerrard leitaði til lögreglu og fékk aukna öryggisgæslu frá Liverpool í kjölfarið, en það var ekki fyrr en hann leitaði til "reddara" sem hann fékk frið frá glæpamanninum.

Þetta kom upp við réttarhöld sem standa nú yfir í Liverpool, þar sem reddarinn sem kom Gerrard til bjargar er nú einn þeirra grunaðra í brotamáli.

Þessi forherti glæpamaður í Liverpool á að hafa byrjað að ofsækja Gerrard skömmu eftir aldamótin og er m.a. sagður hafa skemmt bílinn hans og elt hann heim eftir eina æfinguna.

Gerrard leitaði til lögreglu og öryggisvarða, en allt kom fyrir ekki. Hann var að lokum kynntur fyrir John Kinsella, sem kallaður er "reddari"

Kinsella sagði þeim Gerrard feðgum að hafa ekki áhyggjur af málinu og skömmu síðar hætti Steven að verða var við áleitanir glæpamannsins, sem kallaður er "geðsjúklingurinn" í Liverpool.

"Hann hótaði að limlesta Steven og skjóta hann í fótinn. Við vorum kynntir fyrir Kinsella í gegn um vin okkar og hann fullvissaði okkur um að fjölskyldan fengi frið í framtíðinni. Við höfum ekki orðið fyrir frekara áreiti úr undirheimunum í Liverpool. Við berum mikla virðingu fyrir John" sagði m.a. í bréfi sem Gerrard eldri ritaði réttinum í málinu sem nú er höfðað á hendur Kinsella og nokkrum öðrum mönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×