Enski boltinn

Keegan reiknar ekki með Woodgate

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jonathan Woodgate í leik með Middlesbrough.
Jonathan Woodgate í leik með Middlesbrough. Nordic Photos / Getty Images
Kevin Keegan, stjóri Newcastle, á ekki von á því að Jonathan Woodgate komi til félagsins þrátt fyrir að tilboð Newcastle í hann hafi verið samþykkt af Middlesbrough.

„Ég held að hann komi ekki. Ég er nánast handviss um að hann fari eitthvert annað - það lítur út fyrir að við misstum af honum og er það mjög svekkjandi."

Fréttastofa BBC segir að Middlesbrough hafi samþykkt tilboð upp á átta milljónir punda frá NEwcastle.

Þá hefur Tottenham einnig fengið tilboð sitt samþykkt og segir Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough, að Woodgate verði að ákveða sig.

„Hann þarf að ákveða hvort hann vilji vera hér áfram eða fara eitthvert annað."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×