Íslenski boltinn

Davíð Þór orðaður við Sundsvall

Elvar Geir Magnússon skrifar
Davíð Þór Viðarsson. Mynd/Vilhelm.
Davíð Þór Viðarsson. Mynd/Vilhelm.

GIF Sundsvall í Svíþjóð hefur áhuga á miðjumanninum Davíði Þór Viðarssyni hjá FH. Þetta kemur fram í sænskum fjölmiðlum í dag. Davíð Þór er lykilmaður hjá Hafnarfjarðarliðinu sem trjónir á toppi Landsbankadeildarinnar.

Njósnarar frá Sundsvall fylgdust með leik Grindavíkur og FH í vikunni. Tveir fyrrum FH-ingar eru samningsbundnir Sundsvall, þeir Sverrir Garðarsson og Hannes Þ. Sigurðsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×