Enski boltinn

Ferguson ekki sáttur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United.
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, er ósáttur við að tillögur um útrás ensku úrvalsdeildarinnar hafi lekið í fjölmiðla.

Öll 20 úrvalsdeildarfélögin samþykktu á fundi í vikunni að kanna möguleikann á því að bæta við einni aukaumferð við tímabilið en leikir í henni færu fram á erlendri grundu.

„David Gill framkvæmdarstjóri félagsins hafði samband við mig og bað mig um að halda þessu leyndu. Svo birtist þetta í fjölmiðlum daginn eftir. Ég varð helst fyrir vonbrigðum vegna þess."

„Ég held að þeir hefðu fyrst átt að hafa samband við knattspyrnustjóra og leikmenn í deildinni áður en þetta mál kæmist í fjölmiðla. Félögin eiga fyrst að fá að ræða þetta innbyrðis. En þar til ég ræði frekar við David Gill hef ég ekkert meira að segja um þetta mál."

Gamli lærisveinninn hans, Roy Keane knattspyrnustjóri Sunderland, er hrifinn af hugmyndinni. Kevin Keegan hjá Newcastle tók í svipaðan streng.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×