Enski boltinn

Tottenham samþykkti risatilboð City í Berbatov

NordicPhotos/GettyImages

Mark Hughes knattspyrnustjóri Manchester City hefur staðfest að Tottenham hafi samþykkt risatilboð City í framherjann Dimitar Berbatov.

Segja má að fréttirnar af yfirtöku fjárfesta frá Abu Dabi í City í morgun hafi komið sem þruma inn á félagaskiptamarkaðinn í dag, en heimildir BBC og Sky herma að tilboð City í Berbatov hljóði upp á meira en 30 milljónir punda sem yrði nýtt met.

"Ég er gáttaður og spenntur yfir þessum tíðindum rétt eins og stuðningsmennirnir," sagði Hughes í samtali við Sky.

Berbatov hefur í sífelldu verið orðaður við Manchester United undanfarnar vikur og ef af þessum viðskiptum verður má segja að þau yrðu köld vatnsgusa framan í Sir Alex Ferguson og félaga á Old Trafford.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×