Enski boltinn

Pennant langar til Spánar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jermaine Pennant í leik með Liverpool.
Jermaine Pennant í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Jermaine Pennant á von á því að fara frá Liverpool nú í janúar og helst langar honum til að spila á Spáni.

Pennant hefur verið orðaður við Real Madrid á undanförnum vikum en Pennant hefur lítið fengið að spila með Liverpool í haust. Hann hefur verið í byrjunarliðinu í aðeins tveimur deildarleikjum á tímabilinu til þessa.

Sögusagnir herma að Pennant sé tregur til að fara til Real Madrid þar sem hætta er á því að hann fái lítið meira að spila en hjá Liverpool. Hins vegar eru grannar Real í Atletico Madrid sagðir vera áhugasamir um Pennant.

„Ég vil fá að spila reglulega og draumur minn er að fá að gera það á Spáni," sagði Pennant. „Leiktíll minn hentar vel þar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×