Fótbolti

FIFA styður tillögu Blatter

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sepp Blatter, forseti FIFA.
Sepp Blatter, forseti FIFA. Nordic Photos / Getty Images

Framkvæmdarstjórn FIFA mun styðja tillögu Sepp Blatter, forseta sambandsins, um að takmarka fjölda erlendra leikmanna í knattspyrnuliðum.

Fram kemur á fréttavef BBC í dag að stjórnin muni síðar í vikunni leggja einróma stuðning sinn við tillöguna. Blatter hefur hug á vinna með Knattspyrnusambandi Evrópu sem og Evrópusambandinu til að gera tillöguna að veruleika.

Tillagan gengur út á að ekki fleiri en fimm erlendir leikmenn verði í byrjunarliði félaga og vill Blatter að reglan taki gildi árið 2012.

Blatter benti á ensku úrvalsdeildina sem dæmi um þar sem þessi regla væri nauðsynleg.

„Eins og Kevin Keegan benti á getur hann aðeins stefnt á að ná fimmta, sjötta eða sjöunda sæti deildarinnar. Það væri ómögulegt fyrir hann að blanda sér í hóp efstu fjögurra liðanna," sagði Blatter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×