Lífið

Útskrifaðist með 8,75 í meðaleinkunn

Marsibil Sæmundsdóttir útskrifaðist með 1. einkunn frá HÍ.
Marsibil Sæmundsdóttir útskrifaðist með 1. einkunn frá HÍ.

„Ég tók námið í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun með starfi. Þetta var eins árs nám," svarar Marsibil Sæmundsdóttir varaborgarfulltrúi þegar Vísir óskar henni til hamingju með áfangann.

„Þetta var svakalega gaman. Þetta nám hentar mér mjög vel. Ég get alltaf notað verkefnastjórnun, sama hvað ég geri."

Hvað fékkstu í meðaleinkunn? „Ég fékk 8,75 en tek það fram að ég var ekki hæst. Ef einhvern vantar rosalega hæfan verkefnastjóra þá er ég að leita," segir Marsibil kímin en hún ætlar að eyða sumarfríinu sínu á Fríslandi í norður Hollandi.

Frísland af öllum stöðum? "Já hávaxnasta fólk í heimi kemur þaðan. Ég er að fara að hitta vinkonu mína sem er þaðan. Ég kynntist henni síðasta sumar í röðinni hjá Icelandair á flugvellinum þar sem við vorum báðar á leiðinni til Íslands. Hún var á leiðinni í frí og ég á heimleið af ráðstefnu. Og núna er ég að fara að heimsækja hana."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.