Enski boltinn

Torres fær væna launahækkun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fernando Torres, leikmaður Liverpool.
Fernando Torres, leikmaður Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Eftir því sem enskir fjölmiðlar segja í dag mun Fernando Torres fá myndarlega launahækkun hjá Liverpool.

Torres lækkaði í launum þegar hann fór frá Atletico Madrid til Liverpool í fyrra en þegar samningurinn var gerður átti að endurskoða hann að loknu fyrsta tímabilinu hans.

Torres hefur fengið 74 þúsund pund í vikulaun hingað til en fær nú 89 þúsund pund á viku sem eru samskonar laun og hann fékk hjá Atletico Madrid.

Torres á fimm ár eftir samningi sínum við Liverpool og samkvæmt því nemur launahækkun hans fjórum milljónum punda eða 591 milljón króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×