Jafnt hjá Arsenal og Liverpool Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. desember 2008 17:57 Howard Webb sendir hér Adebayor af velli. Nordic Photos / Getty Images Liverpool gerði sitt þriðja jafntefli í síðustu fjórum leikjum sínum er liðið náði 1-1 jafntefli gegn Arsenal á útivelli í dag.Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Chelsea getur því komist á topp deildarinnar með sigri á Everton á útivelli á morgun en Liverpool heldur toppsætinu enn um sinn. Arsenal er þó enn í fimmta sæti deildarinnar með 31 stig og er enn átta stigum á eftir toppliði Liverpool. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik og voru einkar lagleg. Fyrst kom Robin van Persie Arsenal yfir og svo jafnaði Robbie Keane metin fyrir Liverpool. Emmanuel Adebayor fékk svo að líta rauða spjaldið í upphafi síðari hálfleiks er hann fékk sitt annað gula spjald en Arsenal náði þó að halda fengnum hlut. Samir Nasri kom inn í byrjunarlið Arsenal fyrir Abou Diaby og hann lagði upp markið fyrir van Persie. Nasri gaf langa sendingu inn á teig sem van Persie tók vel á móti og skoraði með góðu skoti úr erfiðri stöðu. Diaby kom svo inn á í hálfleik fyrir Cesc Fabregas sem hafði meiðst. Fjórar breytingar voru gerðar á byrjunarliði Liverpool frá síðasta leik. Lucas Leiva, Emiliano Insua, Robbie Keane og Daniel Agger komu inn fyrir þá Hyypia, Mascherano, Dossena og Benayoun. Og það var einmitt Keane sem nýtti tækifæri sitt vel. Hann tímasetti hlaup sitt hárrétt og stakk sér inn fyrir vörn Arsenal eftir langa sendingu frá Agger. Hann náði glæsilegu skoti að marki sem var óverjandi fyrir Manuel Almunia. Stuttu síðar fékk Steven Gerrard frábær tækifæri til að koma Liverpool yfir en honum brást bogalistin af stuttu færi eftir fyrirgjöf Dirk Kuyt. Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Liverpool gerði sitt þriðja jafntefli í síðustu fjórum leikjum sínum er liðið náði 1-1 jafntefli gegn Arsenal á útivelli í dag.Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Chelsea getur því komist á topp deildarinnar með sigri á Everton á útivelli á morgun en Liverpool heldur toppsætinu enn um sinn. Arsenal er þó enn í fimmta sæti deildarinnar með 31 stig og er enn átta stigum á eftir toppliði Liverpool. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik og voru einkar lagleg. Fyrst kom Robin van Persie Arsenal yfir og svo jafnaði Robbie Keane metin fyrir Liverpool. Emmanuel Adebayor fékk svo að líta rauða spjaldið í upphafi síðari hálfleiks er hann fékk sitt annað gula spjald en Arsenal náði þó að halda fengnum hlut. Samir Nasri kom inn í byrjunarlið Arsenal fyrir Abou Diaby og hann lagði upp markið fyrir van Persie. Nasri gaf langa sendingu inn á teig sem van Persie tók vel á móti og skoraði með góðu skoti úr erfiðri stöðu. Diaby kom svo inn á í hálfleik fyrir Cesc Fabregas sem hafði meiðst. Fjórar breytingar voru gerðar á byrjunarliði Liverpool frá síðasta leik. Lucas Leiva, Emiliano Insua, Robbie Keane og Daniel Agger komu inn fyrir þá Hyypia, Mascherano, Dossena og Benayoun. Og það var einmitt Keane sem nýtti tækifæri sitt vel. Hann tímasetti hlaup sitt hárrétt og stakk sér inn fyrir vörn Arsenal eftir langa sendingu frá Agger. Hann náði glæsilegu skoti að marki sem var óverjandi fyrir Manuel Almunia. Stuttu síðar fékk Steven Gerrard frábær tækifæri til að koma Liverpool yfir en honum brást bogalistin af stuttu færi eftir fyrirgjöf Dirk Kuyt.
Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira