Skrímsli og óeirðir falli í skuggann af EM 7. maí 2008 14:37 Nú er aðeins mánuður í að EM í knattspyrnu hefjist í Austurríki og Sviss. Mótshaldarar áttu von á að verða í sviðsljósinu á mánuðunum fram að móti, en löndin tvö hafa þó komist í fréttir fyrir miður fallega hluti að undanförnu. Fréttir af hryllilegum atburðum sem áttu sér stað í Amstetten í Austurríki, í 120 km fjarlægð frá höfuðborginni, hafa riðið yfir heimsbyggðina undanfarna daga. Íþróttamálaráðherrann í Austurríki vonar að Amstetten-málið - þar sem maður er sakaður um að hafa haldið dóttur sinni nauðugri og eignast með henni sjö börn - muni ekki varpa skugga á Evrópumótið í sumar. "Evrópumótið mun sýna hið raunverulega Austurríki. Vingjarnlegt og fágað land þar sem íþróttir og menning dafna," sagði ráðherrann í samtali við AP fréttastofuna. Ekki hafa grannar Austurríkismanna í Sviss verið mikið heppnari með framvindu mála nú skömmu fyrir mót, því til óeirða kom á tveimur af mótsstöðunum í síðustu umferð í efstu deild. 45 manns voru fluttir á sjúkrahús eftir að kom til átaka á leikjum helgarinnar og flugust áhorfendur m.a. á við lögreglu. Svisslendingar hafa ekki stórar áhyggjur af þessu fyrir EM í sumar og benda á að öryggisgæsla verði fimmfölduð á við það sem gengur og gerist þegar mótið hefst. Fótboltabullur eru jafnan fyrirbæri sem vekur titring meðal skipuleggjenda fyrir stórmót, en Svisslendingar hafa trú á því að verðlag muni fæla hluta þeirra á brott. "Það er ekki ódýrt að koma hingað og gista og kaupa sig inn á leikina, svo það ætti að koma í veg fyrir eitthvað af þessu," sagði talsmaður öryggismála í Basel. Svartamarkaðsbraskið er jafnan mikið í kring um stórmót á borð við EM og dæmi eru um að miðar á leik Þjóðverja or Pólverja í Klagenfurt í Austurríki séu til sölu á hátt í 200,000 krónur. Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Nú er aðeins mánuður í að EM í knattspyrnu hefjist í Austurríki og Sviss. Mótshaldarar áttu von á að verða í sviðsljósinu á mánuðunum fram að móti, en löndin tvö hafa þó komist í fréttir fyrir miður fallega hluti að undanförnu. Fréttir af hryllilegum atburðum sem áttu sér stað í Amstetten í Austurríki, í 120 km fjarlægð frá höfuðborginni, hafa riðið yfir heimsbyggðina undanfarna daga. Íþróttamálaráðherrann í Austurríki vonar að Amstetten-málið - þar sem maður er sakaður um að hafa haldið dóttur sinni nauðugri og eignast með henni sjö börn - muni ekki varpa skugga á Evrópumótið í sumar. "Evrópumótið mun sýna hið raunverulega Austurríki. Vingjarnlegt og fágað land þar sem íþróttir og menning dafna," sagði ráðherrann í samtali við AP fréttastofuna. Ekki hafa grannar Austurríkismanna í Sviss verið mikið heppnari með framvindu mála nú skömmu fyrir mót, því til óeirða kom á tveimur af mótsstöðunum í síðustu umferð í efstu deild. 45 manns voru fluttir á sjúkrahús eftir að kom til átaka á leikjum helgarinnar og flugust áhorfendur m.a. á við lögreglu. Svisslendingar hafa ekki stórar áhyggjur af þessu fyrir EM í sumar og benda á að öryggisgæsla verði fimmfölduð á við það sem gengur og gerist þegar mótið hefst. Fótboltabullur eru jafnan fyrirbæri sem vekur titring meðal skipuleggjenda fyrir stórmót, en Svisslendingar hafa trú á því að verðlag muni fæla hluta þeirra á brott. "Það er ekki ódýrt að koma hingað og gista og kaupa sig inn á leikina, svo það ætti að koma í veg fyrir eitthvað af þessu," sagði talsmaður öryggismála í Basel. Svartamarkaðsbraskið er jafnan mikið í kring um stórmót á borð við EM og dæmi eru um að miðar á leik Þjóðverja or Pólverja í Klagenfurt í Austurríki séu til sölu á hátt í 200,000 krónur.
Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira