Fótbolti

Ólafur: Betra liðið tapaði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Jóhannesson landslðisþjálfari.
Ólafur Jóhannesson landslðisþjálfari. Mynd/E. Stefán
Ólafur Jóhannesson sagði að betra liðið hefði tapað í kvöld er Skotland vann 2-1 sigur á Íslandi í undankeppni HM 2010 á Laugardalsvelli.

„Betra liðið tapaði leiknum hér í kvöld," sagði Ólafur á blaðamannafundi eftir leik. „Ég er fúll yfir tapinu en ég er ánægður að mörgu leyti með spilamennskuna. Við byrjuðum leikinn mjög vel og fengum fín færi. Svo kom fyrra markið þeirra og það drap okkur í smá tíma. En við unnum okkur aftur inn í leikinn."

„Ég er hundrað prósent sáttur við leikmennina í dag. Það var auðvelt að gefast bara upp í stöðunni 2-0 en við héldum ágætu skipulagi."

„Það er erfitt að segja að önnur lið í riðlinum séu ekki sterkari en við en þegar við leggjum okkur 110 prósent fram þá stöndum við jafnfætis við þessar þjóðir og erum ekkert síðri - allavega miðað við Skotland og Noreg. Ég tel að Holland séu með besta liðið í riðlinum og Makedónía með það næstbesta."

Hann sagði einnig að Bjarni Ólafur hafi farið af velli í hálfleik vegna meiðsla. Hann fékk spark í sköflunginn snemma í leiknum sem háði honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×