Enski boltinn

Scolari orðaður við City á ný

NordicPhotos/GettyImages

Orðrómur þess efnis að Luiz Felipe Scolari muni taka við Sven-Göran Eriksson sem stjóri Manchester City í sumar er nú kominn á flug á ný. Fréttamiðlar í Portúgal segja að Scolari muni taka við City eftir að hann lýkur verkefni sínu með landslið Portúgal á EM í sumar.

Sven-Göran vill ekkert tjá sig um framtíð sína hjá City og segir málið verða rætt með eiganda og stjórn félagsins eftir lokaleik tímabilsins um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×