Fótbolti

Leikmaður Skotlands gagnrýnir umfjöllun fjölmiðla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gary Caldwell og Darren Fletcher á æfingu skoska landsliðsins.
Gary Caldwell og Darren Fletcher á æfingu skoska landsliðsins. Nordic Photos / Getty Images

Gary Caldwell, varnarmaður í skoska landsliðinu, segir það vandræðalegt hvernig skoskir fjölmiðlar brugðust við tapinu í Makedóníu um helgina.

Skotland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2010 fyrir Makedóníu á útivelli, 1-0, og fjölmiðlar létu George Burley, þjálfara liðsins, fá það óþvegið.

„Að fella dóm eftir aðeins einn leik er ótrúlegt og að segja að þetta sé nú þegar búið hjá okkur. Við vitum vel að við erum með lið sem er fært um að vinna leiki og komast áfram upp úr riðlakeppninni," sagði Caldwell.

„Viðbrögðin eru hreint út sagt vandræðaleg. Einnig að fólk geti tekið jafn mikið undir og það hefur gert. Þetta fólk þarf að líta í eigin barm og fylkja sér að baki liðsins. Við erum allir að reyna að gera eitthvað sem hefur ekki verið gert lengi. Það myndi ekki skemma fyrir að fá smá hjálp."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×