Íslenski boltinn

Pálmi og Kári Steinn æfa með Skagamönnum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kári Steinn Reynisson.
Kári Steinn Reynisson.

Pálmi Haraldsson og Kári Steinn Reynisson eru farnir að æfa með Skagamönnum. Báðir höfðu þeir lagt skóna á hilluna en eru til í að hjálpa liðinu í þeirri erfiðu fallbaráttu sem liðið er í.

„Mig hefur lengi klæjað í tærnar að byrja aftur að æfa. Ég hef haldið mér í ágætis formi og er núna búinn að mæta á tvær æfingar og lýst bara vel á." sagði Pálmi í viðtali á heimasíðu ÍA.

„Ég er búinn að ræða við þá Arnar og Bjarka og þeir hafa tekið mér fagnandi. En ég vona auðvitað að geti lagt mitt að mörkum fyrir liðið í þeirri baráttu sem framundan er."

Kári Steinn mætti á sína fyrstu æfingu í gær en hann segist enn eiga nokkuð í land með að komast í gott form. „En ég vona að ég geti lagt mitt að mörkum fyrir liðið með einhverjum hætti innan tíðar." sagði Kári Steinn við heimasíðu ÍA.

Kári Steinn er 34 ára en hann tilkynnti í janúar að hann ætlaði að leggja skóna á hilluna. Pálmi er jafngamall Kára en hann hætti með ÍA eftir tímabilið 2006. Í fyrra lék hann nokkra leiki í 3. deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×