Fótbolti

Spánverjar og Englendingar leika í Sevilla

Rio Ferdinand var einn þeirra sem kvartaði undan kynþáttaníð árið 2004
Rio Ferdinand var einn þeirra sem kvartaði undan kynþáttaníð árið 2004 NordicPhotos/GettyImages
Vináttuleikur Spánverja og Englendinga í febrúar næstkomandi verður spilaður í Sevilla en ekki á Bernabeu vellinum í Madrid eins og upphaflega stóð til.

Spænska knattspyrnusambandið tilkynnti þessa málamiðlun í dag eftir að ensku leikmennirnir neituðu upphaflega að spila á Bernabeu af biturri reynslu.

Spænska knattspyrnusambandið var sektað um 100,000 svissneska franka árið 2004 eftir að fimm leikmenn enska landsliðsins máttu þola kynþáttaníð á Bernabeu vellinum þegar þjóðirnar áttust þar við í landsleik.

Leikur Spánverja og Englendinga verður því haldinn á Sanchez Pizjuan vellinum í Sevilla þann 24. febrúar nk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×