Enski boltinn

John Hartson hættur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Hartson í leik með WBA.
John Hartson í leik með WBA. Nordic Photos / Getty Images

John Hartson hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna en hann var leystur undan samningi sínum við B-deildarliðið West Brom í síðasta mánuði.

Hartson er 32 ára gamall og á að baki 51 landsleik með Wales. Hann sagðist hafa misst áhugann og ætti í erfiðleikum með að halda sér í nægilega góðu formi.

Hann hóf feril sinn hjá Luton og lék síðar með Arsenal, West Ham, Wimbledon, Coventry, Celtic og Norwich. Hann sagðist ekki vera reiðubúinn til þess að spila með neðrideildarliðum á lokaspretti ferils síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×