Fótbolti

Óhugsandi að tapa fyrir Íslandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Egil Drillo Olsen.
Egil Drillo Olsen. Nordic Photos / AFP
Tveir fyrrum landsliðsþjálfarar Noregs segja það algerlega óhugsandi fyrir norska liðið að tapa á heimavelli gegn Íslandi á laugardaginn.

„Við ættum að geta keyrt yfir þá. Þetta er lið sem er fullfært um það," sagði Egil Drillo Olsen sem var landsliðsþjálfari á blómatíma landsliðsins er Noregur komst bæði á HM 1994 og 1998.

Nils Johan Semb tekur í svipaðan streng.

„Undir venjulegum kringumstæðum eigum við að vera betri en Ísland. Ég held að þeir séu ekki færir um að koma okkur á óvart á laugardaginn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×