Íslenski boltinn

Fyrsti sigur Þróttar og fyrsta tap Keflavíkur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Þróttur og Breiðablik unnu sigra í kvöld.
Þróttur og Breiðablik unnu sigra í kvöld.

Það voru ansi athyglisverð úrslit í Landsbankadeildinni í kvöld þegar Þróttur vann 3-2 sigur á Keflavík. Á sama tíma vann Breiðablik nýliða Fjölnis á útivelli.

Þróttur - Keflavík 3-2

Þróttur vann sinn fyrsta sigur í Landsbankadeildinni þegar liðið vann 3-2 sigur á Keflavík á Valbjarnarvelli í kvöld. Fyrir leikinn var Keflavík með fullt hús stiga á toppi deildarinnar.

Varnarmaðurinn Michael Jackson kom Þrótti yfir 17. mínútu en Guðjón Árni Antoníusson jafnaði stundarfjórðungi síðar. Staðan var 1-1 þar til á 76. mínútu þegar Adolf Sveinsson skoraði eftir undirbúning Hjartar Hjartarssonar.

Hjörtur náði síðan sjálfur að koma Þrótti í 3-1. Hann skoraði með skalla en boltinn hafði viðkomu í varnarmanni áður en hann fór inn. Hólmar Örn Rúnarsson minnkaði muninn í 3-2 á 87. mínútu með góðu skoti.

Hólmar fékk síðan að líta rauða spjaldið frá Örvari Sæ Gíslasyni dómara leiksins en hann var að dæma sinn fyrsta leik í Landsbankadeildinni. Úrslitin 3-2 fyrir Þrótti en sigurinn var fyllilega verðskuldaður.

Fjölnir - Breiðablik 1-2

Prince Rajcomar kom Blikum yfir gegn Fjölni á 13. mínútu. Árni Kristinn Gunnarsson bætti við marki fyrir Kópavogsliðið á 60. mínútu en það var sérlega glæsilegt. Ómar Hákonarson minnkaði muninn fyrir Fjölni en það mark kom of seint og Blikar náðu heldur betur að rétta úr kútnum eftir stórt tap í síðasta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×