Fótbolti

Holland lagði Wales

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Chris Gunter, leikmaður Wales.
Chris Gunter, leikmaður Wales. Mynd/Vilhelm
Arjen Robben og Wesley Sneijder skoruðu mörk Hollands í 2-0 sigri á Wales í vináttulandsleik í dag.

Robben skoraði fyrra markið á 35. mínútu en Sneijder það síðara á 54. mínútu leiksins. Báðir þjálfarar notuðu margar skiptingar í leiknum eins og gefur að skilja.

John Toshack, landsliðsþjálfari Wales, gerði einungis tvær breytingar á liði sínu frá því það vann Ísland á Laugardalsvellinum á miðvikudaginn.

Carl Fletcher meiddist í leiknum gegn Íslandi og var því ekki með í dag en Jack Collison var settur á bekkinn á kostnað Carl Robinson, leikmanns Toronto FC, sem gat ekki spilað gegn Íslandi.

Sam Ricketts gat heldur ekki spilað gegn Íslandi en hann var í byrjunarliðinu gegn Hollandi í dag í stað Fletchers. Ricketts leikur með Hull sem nýverið tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×