Íslenski boltinn

Ýmislegt getur gerst í svona veðri

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var að vonum svekktur með tap sinna manna gegn Breiðabliki í kvöld.

„Það er alltaf mjög svekkjandi að tapa á heimavelli. Aðstæðurnar voru auðvitað erfiðar og í svona veðri getur ýmislegt gerst. Þetta féll þeirra megin í dag. Vindurinn hjálpaði klárlega til í einhverjum tilfellum og því fór sem fór," sagði Ásmundur í viðtali við Stöð 2 Sport.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, var ánægður með að sínir menn næðu að taka þrjú stig í Grafarvoginum. „Ég er mjög sáttur við þessi úrslit og hvernig mínir menn spiluðu í erfiðum aðstæðum gegn fínu Fjölnisliði," sagði Ólafur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×