Erlent

Hyggjast opna Taj Mahal á ný fyrir jól

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hótelið í ljósum logum þegar árásin var gerð í nóvember.
Hótelið í ljósum logum þegar árásin var gerð í nóvember.

Stjórnendur Taj Mahal-hótelsins í Mumbai á Indlandi eru harðákveðnir í því að opna stærstan hluta hótelsins aftur fyrir jól eftir hryðjuverkaárásirnar í lok nóvember.

Hótelið opnar á ný 21. desember og segir framkvæmdastjóri þess opnunina verða tileinkaða Mumbai og þeim gildum sem borgin standi fyrir sem séu hugrekki, endurnýjun og reisn. Hann segir töluvert tjón hafa orðið bæði vegna bruna og eins séu mörg skotgöt á veggjum hótelsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×