Lífið

Madonna fyrir dóm í Malaví

Madonna með drenginn David Banda.
Madonna með drenginn David Banda. MYND/AP

Búist er við að Madonna mæti fyrir rétt í Malaví síðar í þessum mánuði þegar kveðinn verður upp dómur um hvort hún geti ættleitt barn frá Afríkulandinu.

Fyrr í mánuðinum mælti malavíska ríkisstjórnin með því að söngkonunni ætti að vera leyft að ættleiða David Banda. Drengurinn er nú tveggja ára og hefur búið með Madonnu og manni hennar Guy Ritchie frá því í október árið 2006. Parið tók drenginn að sér eftir að þau hittu hann á munaðarleysingjarhæli.

Ættleiðingarmálið átti að taka fyrir í þessari viku, en lögmaður söngkonunnar óskaði eftir því að því yrði frestað til enda mánaðarins af því að hún hefði skuldbindingar í Bandaríkjunum í vikunni.

Á síðasta ári var Madonna gagnrýnd fyrir að hafa notað frægð sína til að fá flýtimeðferð á ættleiðingu og komast hjá malavískum lögum. Því hefur söngkonan alfarið neitað.


Tengdar fréttir

Madonna vill indverskt barn

Madonna ætlar að ættleiða indverskt barn, samkvæmt heimildum Sun blaðsins. Söngkonan, sem ættleiddi lítinn dreng frá Malaví fyrir tveimur árum, hafði í hyggju að ættleiða stúlku þar, en gafst upp á pappírsvinnunni í kringum ættleiðinguna.

Madonna heim frá Malaví

Söngkonan Madonna, sem dvalið hafði á Malaví í sex daga, hefur nú yfirgefið landið. Var hún þar ásamt dóttur sinni Lourdes og David, ársgömlum malavískum syni sínum sem hún hefur nýverið ættleitt. Notaði söngkonan heimsóknina til að vinna fyrir góðgerðarstofnun sína, Raising Malawi, sem opnaði meðal annars heilsuverndarstöð fyrir börn á meðan dvöl söngkonunnar stóð.

Madonna á leið til Malaví

Söngkonan Madonna er á leið til Malaví þar sem hún ætlar að vinna að góðgerðarmálum. Mun hún hafa yfirsýn með byggingu heilsuverndarstöðvar fyrir börn en það er hluti af starfi hennar fyrir samtökin ,,Raising Malawi.”

Ættleiðingarferli Madonnu í uppnámi

Ættleiðing söngkonunnar Madonnu á hinum unga David Banda frá Malaví gæti verið í uppnámi eftir að embættismanni sem ætlað var að fylgja ættleiðingunni eftir var bannað að ferðast til Bretlands. Félagsráðgjafinn Penstone Kilebame átti að fylgjast með ættleiðingarferlinu og voru tvær ferðir áætlaðar á heimili Madonnu í London en yfirvöld í Malaví stöðvuðu heimsóknirnar.

600 fermetrar eru ekki nóg fyrir Madonnu

Tvær íbúðir upp á tæpa sexhundruð fermetra sem söngkonan Madonna á nú þegar í Harperley Hall byggingunni í New York duga henni greinilega ekki. Hún ætlar því að fjárfesta í þeirri þriðju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.