Lífið

600 fermetrar eru ekki nóg fyrir Madonnu

Tvær íbúðir upp á tæpa sexhundruð fermetra sem söngkonan Madonna á nú þegar í Harperley Hall byggingunni í New York duga henni greinilega ekki. Hún ætlar því að fjárfesta í þeirri þriðju.

Söngkonan hefur undanfarið staðið í stappi við húsfélagið, sem var ekki par hrifið af áformunum, og reyndi að koma í veg fyrir að hún stækkaði við sig.

Madonna fór í mál við félagið í desember, en samkvæmt heimildum Rush og Molloy hafa nú náðst sættir. Hún fær því að kaupa íbúðina, sem snýr út að Central Park og kosta litlar 7 milljónir dollara - rétt rúmar 514 milljónir króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.