Erlent

Tengsl milli táningaþungana og sjónvarpsgláps

Unglingsstúlkur sem horfa mikið á sjónvarpsþætti þar sem kynlíf er fyrirferðarmikið eru tvisvar sinnum líklegri til að verða óléttar en stallsystur þeirra. Unglingsdrengir sem horfa mikið á svipað efni eru einnig líklegri en jafnaldrar þeirra til að barna stúlku.

Þetta kemur fram í könnun RAND. Anita Chandra, einn aðstandenda rannsóknarinnar segir í samtali við BBC að unglingar fengju stóran hluta upplýsinga sinna um kynlíf úr sjónvarpi. Vandamálið væri að þættir á borð við Sex and the City sýndu ekki nógu skýrt að kynlífi fylgdi áhætta.

Hún sagði þetta eina líklegustu ástæðu þess að þunganir unglingsstúlkna væru jafn algengar og raun ber vitni í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×