Erlent

Vill þjóðaratkvæðagreiðslu um veru bandarísks herliðs í Írak

MYND/AP

Annar varaforseta Íraks vill að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um að leyfa bandarískum hermönnum að vera áfram í landinu næstu þrjú árin.

Talsverð andstaða er við það í Írak að Bandaríkjamenn verði þar svo lengi. Bandarísku forsetakosningarnar spila þarna inni í. Barack Obama hefur sagt að verði hann forseti vilji hann kalla hermennina heim á sextán mánuðum. John McCain er hins vegar á sömu línu og Bush-stjórnin sem vill hafa hermennina áfram næstu árin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×