Erlent

Bradley áhrifin gætu fellt Obama

Samkvæmt útgönguspám hefur Barack Obama töluvert forskot á John McCain keppinaut sinn. Svokölluð Bradley áhrif gætu þó sett strik í reikninginn, sem stundum er líka kölluð Wilder áhrifin.

Kenningin er sú að misræmi á milli þess sem skoðanakannanir sýna og niðurstöður kosninga megi skýra með því að kjósendur segist í skoðanakönnunum vera óákveðnir eða að þeir ætli að kjósa svartan frambjóðanda, en kjósi svo hvítan frambjóðanda þegar á hólminn er komið. Kenningin er nefnd eftir Tom Bradley, afrísk-amerískum forsetaframbjóðanda sem tapaði í fylkiskosningum í Kalífornía árið 1982.

Samkvæmt Bradley áhrifunum orsakast ónákvæmnin í skoðanakönnunum af fyrirbæri sem er kallað er social desirability bias, sem gæti útlagst sem félagsleg þóknunaráhrif á íslensku. Hvítir kjósendur gefa ónákvæm svör í skoðanakönnunum af ótta við að þeir geti sætt gagnrýni fyrir kynþáttamismunun.

Bradley áhrifin hafa komið fram í útgönguspám líkt og í skoðanakönnunum. Það er að segja að svör fólks í útgönguspám hafi verið önnur en niðurstöður kosninga.

Bradley áhrifin geta verið háð kynþætti þess sem framkvæmir skoðanakönnunina.

Heimild: Wikipedia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×