Erlent

Sögulegt sama hvernig fer

Langar biðraðir hafa verið við kjörstaði í Bandaríkjunum í dag. Búist er við að met verði sett í kjörsókn um hvort blökkumaður verði í fyrsta skipti kjörinn forseti landsins.

Það er eiginlega sama hvor vinnur forsetaembættið, þetta eru sögulegar kosningar í Bandaríkjunum. Ef Barack Obama vinnur er það í fyrsta skipti í 132 ára sögu landsins sem blökkumaður verður forseti.

Og ef John McCain vinnur er það í fyrsta skipti í 132 ára sögu landsins sem kona verður varaforseti. Fyrstu kjörstöðunum verður lokað klukkan ellefu að íslenskum tíma. Þá strax verða fjölmiðlar byrjaðir að spá fyrir um úrslitin.

Þess má geta að klukkan tíu mínútur fyrir tólf mun Stöð 2 tengjast við bandarísku fréttastöðina CNN. Áhorfendur stöðvarinnar geta því fylgst með bandarísku kosningasjónvarpi í beinni útsendingu. Þessi útsending verður í opinni dagskrá.

Einnig verður fylgst með kosningunum hér á Vísi. Fyrstu tölum verður fylgt eftir og spáð í spilin fram eftir nóttu.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×