Erlent

Fyrstu kjörstaðir loka á miðnætti

Obama og eiginkona hans greiða atkvæði.
Obama og eiginkona hans greiða atkvæði.
Fyrstu kjörstaðir í Bandaríkjunum loka á miðnætti að íslenskum tíma og búist er við því að fyrstu útgönguspár birtist fljótlega eftir það. Í mörgum lykilríkjum hefur verið metkjörsókn og búist er við því að 130 milljónir Bandaríkjamenn kjósi. Verði það niðurstaðan er kjörsóknin sú mesta síðan 1960. Í Virginíu, Missouri og Ohio er allstaðar búist við mikilli kjörsókn og í síðastnefnda fylkinu er talað um að hún verði í kringum 80%.

Barack Obama og Michelle eiginkona hans kusu í Shoesmith-grunnskólanum í Chicago snemma í dag, en McCain kaus í Phoenix í heimaríki sínu, Arizona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×