Erlent

Handtóku ungling vegna gruns um hryðjuverk

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Manchester.
Manchester. MYND/Manpic.co.uk

Lögreglan í Manchester hefur handtekið 19 ára gamlan ungling vegna gruns um aðild að hryðjuverkum.

Pilturinn var handtekinn með stoð í hryðjuverkalögunum frá 2006 en sveit lögreglumanna í Manchester og nágrenni hefur unnið sleitulaust að rannsókn máls sem talið er að teygi anga sína víða um Lancashire-sýslu sem er næsta sýsla við Greater Manchester.

Þetta er fjórða handtakan á innan við tveimur vikum sem tengist málinu. Lögregla á svæðinu segist gera sitt besta til að halda íbúunum eins upplýstum um málið og mögulegt sé rannsóknarinnar vegna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×