Erlent

Fyrstu tölur Obama í vil

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AP

Fyrstu tölur frá bandarísku forsetakosningunum eru Barack Obama í vil en hann hefur tryggt sér atkvæði fimmtán kjörmanna af tuttugu og einum í þorpinu Dixville Notch í New Hampshire-ríki.

Þetta er í fyrsta skiptið síðan 1968 sem demókrati hlýtur meirihluta í Dixville Notch en kosningar hófust þar upp úr miðnætti í gærkvöldi að staðartíma. Kosningaþátttaka í þorpinu var 100 prósent sem einnig heyrir til tíðinda. Íbúar Dixville Notch hafa allar götur síðan 1960 opnað kjörstaði á miðnætti aðfaranótt kjördags og orðið fyrstir til að birta sínar atkvæðatölur æ síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×