Erlent

Skothríð í Nørrebro-hverfinu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Tuttugu og fjórum skotum var hleypt af sjálfvirku skotvopni í Nørrebro-hverfinu í Kaupmannahöfn í gærkvöldi.

Skotið var á íbúð úr kyrrstæðum bíl en enginn slasaðist. Ýmsar væringar hafa verið í gangi í hverfinu upp á síðkastið og er skemmst að minnast þess er maður var skotinn í lærið á sunnudagskvöldið þegar þrír menn rændu vændishús. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins sem kom upp í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×