Fótbolti

Byrjunarlið Skota klárt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
James McFadden er í byrjunarliði Skotlands. Hér er hann í baráttu við John Obi Mikel hjá Chelsea er hann lék með Everton.
James McFadden er í byrjunarliði Skotlands. Hér er hann í baráttu við John Obi Mikel hjá Chelsea er hann lék með Everton. Nordic Photos / Getty Images

George Burley landsliðsþjálfari Skota hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Íslendingum á Laugardalsvelli í kvöld.

Kenny Miller er ekki í byrjunarliðinu en hann meiddist í leik Skotlands og Makedóníu um helgina. Hann kom þó til Íslands með liðinu og ekki útilokað að hann geti komið inn á sem varamaður.

Graham Alexander á einnig við meiðsli að stríða og verður ekki með í kvöld. Kirk Broadfoot kemur inn í hans stað. Þá dettur Paul Hartley einnig út en Kris Commons er í byrjunarliðinu.

Eftir því sem fréttamaður BBC sem er staddur hér á landi mun Burley stilla liðinu upp samkvæmt 4-3-3 leikkerfinu. Það er því ljóst að hann ætlar sér að sækja til sóknar í kvöld.

Liðið:

Markvörður: Craig Gordon (Sunderland)

Varnarmenn: Kirk Broadfoot (Rangers), Stephen McManus, fyrirliði (Celtic), Gary Naysmith (Sheffield United) og Gary Caldwell (Celtic).

Miðvallarleikmenn: Barry Robson (Celtic), Darren Fletcher (Manchester United) og Scott Brown (Celtic).

Sóknarmenn: Kris Commons (Derby), James McFadden (Birmingham) og Shaun Maloney (Celtic).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×