Íslenski boltinn

Valsmenn unnu Þrótt

Elvar Geir Magnússon skrifar
Guðmundur Benediktsson.
Guðmundur Benediktsson.

Fyrsta leik dagsins í Landsbankadeildinni er lokið en Íslandsmeistarar Vals unnu 3-0 útisigur á Þrótti á Valbjarnarvelli. Þetta var fjórði sigurleikur Vals í deildinni í sumar.

Þrótturum hefur gengið illa með Val á heimavelli síðustu ár og hafa ekki tekist að skora hjá þeim í 484 mínútur í Dalnum.

Guðmundur Benediktsson var í byrjunarliði Vals en hann lagði upp mark fyrir Helga Sigurðsson sem kom Val yfir. Pálmi Rafn Pálmason kom síðan Val í tveggja marka forystu og staðan 2-0 fyrir gestina í hálfleik.

Í lok leiksins innsiglaði Albert Brynjar Ingason 3-0 sigur Vals en hann kom inn sem varamaður í leiknum. Fylgst var með leiknum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.

Til að komast á Miðstöð Boltavaktarinnar er slóðin visir.is/boltavakt.

Þróttur - Valur 0-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×